Ákærður fyrir að brjóta á yfir 20 konum

Ron Jeremy.
Ron Jeremy. AFP

Klámmyndaleikarinn Ron Jeremy hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 21 konu. Alls eru yfir 30 ákærur á hendur Jeremy. Jeremy neitaði öllum ákærum fyrir dómara á miðvikudag. Á meðal ákæranna eru tólf fyrir nauðgun. 

Brotin eru frá yfir 20 ára tímabili, frá 1996 til 2019 og eru konurnar á aldrinum 15 til 51 árs. Ákærurnar eru þær sömu og lagðar voru fram á síðasta ári en um tugur hefur bæst við í þessa skiptið. 

Jeremy neitaði öllum ásökunum á síðasta ári einnig. 

Hann hefur setið inni síðan hann var handtekinn í júní árið 2020 og er tryggingafé sett 6,6 milljónir bandaríkjadala. 

Jeremy er meðal annars ákærður fyrir að hafa nauðgað 19 ára gamalli konu í myndatöku árið 1996 og að hafa nauðgað 26 ára gamalli konu á næturklúbbi árið 2003. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa nauðgað 17 ára stúlku í heimahúsi árið 2008. 

Hann er líka ákærður fyrir að hafa áreitt 15 ára stúlku kynferðislega árið 2004. 

Ekki er búið að ákveða hvenær málið verður tekið fyrir hjá dómara.

Jeremy hefur verið á meðal þekktustu leikara í klámiðnaðinum undanfarna áratugi en hann hóf feril sinn í kláminu árið 1970 og hefur síðan þá komið fram í hundruðum mynda. Hann hefur einnig leikið í hefðbundnu sjónvarpsefni og í raunveruleikaþáttum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir