Michael Nader er látinn

Michael Nader er látinn, 76 ára að aldri.
Michael Nader er látinn, 76 ára að aldri. Ljósmynd/IMDb

Bandaríski leikarinn Michael Nader er látinn, 76 ára að aldri. Nader var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Dynasty og All My Children. Hann lést á heimili sínu í Norður-Kaliforníu á mánudag. Deadline greinir frá. 

Banamein hans var krabbamein sem hann hafði glímt við um nokkurn tíma og engin lækning fannst við. 

Eiginkona hans, Jodi Lister, greindi frá andláti hans. Þau voru saman í átján ár og líkt og segir í andlátstilkynningunni frá henni áttu þau marga hunda sem þau tóku í fóstur. „Nýlega var Michael svo glaður yfir að fá að tala við vini sína úr Dynasti á fjarviðburði Emmu Samms þar sem peningum var safnað fyrir rannsóknum á Covid. Hann var fallegur og heillandi maður sem var mörgum hæfileikum gæddur. Ég mun sakna hans að eilífu,“ sagði Lister í tilkynningu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar