Bifreið Cruise stolið í Birmingham

Bíl Tom Cruise var stolið.
Bíl Tom Cruise var stolið. AFP

Bifreið Hollywood-leikarans Tom Cruise var stolið í Birmingham á Bretlandi á meðan leikarinn var við tökur á kvikmynd. Cruise er nú við tökur á kvikmyndinni Mission: Impossible 7 í Bretlandi. 

Bifreiðinni, sem er af gerðinni BMW X7, var stolið fyrir utan Grand Hotel í miðborg Birmingham. Hún fannst stuttu seinna í Smethwick, tæpa fimm kílómetra frá hótelinu. Talið er að í bílnum hafi verið hluti af farangri og eigum Cruise en bíllinn var tómur þegar hann fannst. 

Cruise hefur sést víða í Bretlandi undanfarnar vikur. Þá lenti þyrla hans í garði ókunnugrar fjölskyldu í Baginton í Warwickshire vegna lokunar á Coventry flugvelli en Cruise var orðinn seinn á fund. 

Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson