Game of Thrones stjarna á Íslandi

Baltasar Kormákur og Nikolaj Coster-Waldau snæddu saman á Matbar við …
Baltasar Kormákur og Nikolaj Coster-Waldau snæddu saman á Matbar við Hverfisgötu. Samsett mynd

Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau er á landinu. Sást leikarinn með leikstjóranum Baltasar Kormáki niðri í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 

Coster-Waldau er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Game of Thrones þar sem hann fór með hlutverk Jaime Lannister í öllum 8. seríunum. 

Coster-Waldau og Baltasar snæddu saman á veitingastaðnum Matbar við Hverfisgötu samkvæmt heimildum mbl.is. Coster-Waldau fer með aðalhlutverk í nýjustu kvikmynd Baltasars fyrir Netflix, Against the Ice. Dvaldi hann hér á landi á síðasta ári við tökur á kvikmyndinni og klæddust hann og mótleikari hans Joe Cole þá útivistarfatnaði frá 66° Norður í auglýsingu fyrir Netflix.

Gert er ráð fyrir að kvikmyndin Against the Ice komi út á þessu ári þó frumsýningardagur hafi ekki verið staðfestur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup