Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau er á landinu. Sást leikarinn með leikstjóranum Baltasar Kormáki niðri í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi.
Coster-Waldau er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Game of Thrones þar sem hann fór með hlutverk Jaime Lannister í öllum 8. seríunum.
Coster-Waldau og Baltasar snæddu saman á veitingastaðnum Matbar við Hverfisgötu samkvæmt heimildum mbl.is. Coster-Waldau fer með aðalhlutverk í nýjustu kvikmynd Baltasars fyrir Netflix, Against the Ice. Dvaldi hann hér á landi á síðasta ári við tökur á kvikmyndinni og klæddust hann og mótleikari hans Joe Cole þá útivistarfatnaði frá 66° Norður í auglýsingu fyrir Netflix.
Gert er ráð fyrir að kvikmyndin Against the Ice komi út á þessu ári þó frumsýningardagur hafi ekki verið staðfestur.