Gaf Manson fingurinn

Evan Rachel Wood gaf Marilyn Manson fingurinn.
Evan Rachel Wood gaf Marilyn Manson fingurinn.

Leikkonan Evan Rachel Wood gaf söngvaranum Marilyn Manson fingurinn eftir að hann kom fram í hlustunarpartíi Kanyes West í síðustu viku. Wood hefur sakað Manson um að hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi á meðan þau voru saman. 

Wood kom fram í Bourbon Room í Hollywood sama kvöld. Hún vitnaði í texta eftir Manson og gaf svo fingurinn uppi á sviði. 

Þá hafði hún frétt af sviðsframkomu Manson í Chicago. Seinna birti hún myndband af sjálfri sér á sviðinu. „Til allra þolenda sem voru slegnir í andlitið í þessari viku. Ég elska ykkur. Ekki gefast upp,“ skrifaði Wood við færsluna. 

Wood er ein af þeim fimmtán konum sem hafa stigið fram og sakað Manson um að hafa beitt þær kynferðisofbeldi. Hann hefur neitað öllum ásökununum. 

Auk þess að koma fram með West í síðustu viku syngur Manson eitt lag með honum á nýrri plötu hans Donda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir