Segir plötuna hafa verið gefna út í leyfisleysi

Donda kom út í gær.
Donda kom út í gær. AFP

Eftir langa bið kom nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West, Donda, út í gær. Platan varð aðgengileg aðdáendum hans á streymisveitum í gær og víða var fagnað. West segir nú að útgáfufyrirtæki hans, Universal, hafi gefið plötuna út án hans samþykkis.

West hefur dregið það á langinn að gefa út plötuna. Hann hefur haldið þrjú stór hlustunarpartí þar sem platan hefur verið flutt í heild sinni. Samt sem áður hefur hann ekki gefið út plötuna. Venjan er sú að listamenn fagni útgáfu plötu sinnar með hlustunarpartí, sama dag og platan kemur út. 

West hefur þó ætíð farið sína leið og í raun ekki gefið skýringu á því af hverju Donda væri ekki komin út. „Universal setti plötuna mína í loftið án samþykkis frá mér og þau tóku Jail 2 út af plötunni,“ skrifaði hann við mynd á Instagram í gærkvöldi. 

Universal hefur ekki svarað þessum ásökunum en samkvæmt heimildum Variety segir starfsfólk Universal þessa tilkynningu fáránlega. 

Lagið Jail Pt. 2 sem West segir ekki hafa verið á plötunni var upphaflega ekki aðgengilegt. Eftir nokkrar klukkustundir varð það þó aðgengilegt. Systur lag þess, Jail, hefur verið gagnrýnt harðlega þar sem söngvarinn Marilyn Manson syngur í því. Manson hefur verið sakaður um að beita fjölda kvenna kynferðisofbeldi. Þá fer rapparinn DaBaby einnig með línur í því lagi en hann sagði fordómafulla hluti um samkynhneigða á tónleikum fyrr í þessum mánuði. 

Nokkrir listamenn hafa einnig greint frá því að vers sem þeir fóru með í lögum á plötunni hafi verið klippt út. Rappararnir Soulja Boy og Pusha T eru á meðal þeirra.

Donda er eftir sem áður aðgengileg á Spotify þó West segi Universal hafa gefið hana út í leyfisleysi. 

View this post on Instagram

A post shared by ye (@kanyewest)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir