Vinalaus en komin með kærasta

Honey Boo Boo er komin með kærasta.
Honey Boo Boo er komin með kærasta. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Alana Thompson, betur þekkt sem Honey Boo Boo, er komin með kærasta. Sá heppni heitir Dralin Carswell og hafa þau verið að hittast í um sex mánuði. 

Thompson prýddi forsíðu unglingaútgáfu Vogue í síðustu vik í tilefni af því að hún er orðin sextán ára. Í viðtalinu sagðist hún hafa einangrast mikið vegna frægðarinnar og ætti fáa vini. 

„Dralin og Alana eru samvaxin og eru alltaf saman. Hann var þögull fyrst, en núna er hann eins og hluti af fjölskyldunni. Hann er alveg jafn skemmtilegur og klikkaður og þau öll,“ sagði heimildamaður Sun í Bandaríkjunum. 

Thompson varð fræg þegar hún var ung að aldri og móðir hennar, June Shannon, sendi hana í hverja fegurðarsamkeppnina á eftir annarri. Í kjölfarið hefur fjölskyldan verið í nokkrum raunveruleikaþáttum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar