Leyndardómsfull tilkynning frá ABBA

Hljómsveitin ABBA mun koma með sögulega yfirlýsingu síðdegis í dag.
Hljómsveitin ABBA mun koma með sögulega yfirlýsingu síðdegis í dag. AFP

Sænska hljómsveitin ABBA mun senda frá sér sögulega yfirlýsingu síðdegis í dag. Ekki er vitað hvað hin goðsagnakennda hljómsveit mun tilkynna en vonir standa til að þau kynni útgáfu nýrra laga. 

Tilkynningu um yfirlýsinguna sendu þau frá sér á sunnudag og hefur mikil spenna myndast á meðal aðdáanda sveitarinnar. 

ABBA sló í gegn í Eurovision árið 1974 þegar þau sigruðu með lagið Waterloo. Sveitin sendi frá sér hvern smellin á fætur öðrum þar til þau settust í helgan stein árið 1982. 

Þau Anni-Frid Lyngstad, Agnetha Faltskog, Björn Ulvaeus og Benny Andersson, sem öll eru komin vel á áttræðisaldur, hafa ekki komið fram undir nafni ABBA síðan þá. Árið 2018 tilkynntu þau að þau væru á leið í hljóðver að taka upp ný lög en ekkert hefur komið frá þeim. 

AFP hefur eftir breska blaðinu The Sun að átta ný lög séu handan hornsins og sýning væntanleg sem mun bera titilinn ABBA Voyage. Síðdegis í dag mun koma í ljós hvort það reynist satt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach