Sarah Harding látin 39 ára að aldri

Sarah Harding er látin.
Sarah Harding er látin.

Tónlistarkonan Sarah Harding er látin 39 ára að aldri. Harding lést úr brjóstakrabbameini sem hún greindist með í ágúst á síðasta ári. 

Harding var hvað þekktust fyrir að syngja með bresku stúlknasveitinni Girls Aloud. Hún talaði opinskátt um baráttu sína við brjóstakrabbameinið í ævisögu sem kom út fyrr á þessu ári. 

Marie Harding, móðir söngkonunnar, greindi frá andláti hennar á Instagram í dag. Þar þakkaði hún öllum fyrir stuðninginn undanfarið árið og sagði það hafa skipt dóttur hennar miklu máli að finna fyrir stuðningi og ást. 

„Ég veit að hún mun ekki vilja láta minnast sín fyrir krabbameinsbaráttuna, hún var björt stjarna og ég vona að við getum frekar munað eftir því,“ sagði móðir Harding í andlátstilkynningunni. 

Harding fæddist í Berkshire árið 1981 og ólst upp í Stockport. Hún hætti í skóla snemma til að einbeita sér að tónlistarferlinum. Hún tók þátt í raunveruleikaþáttunum Popstars á ITV árið 2002 og var þar hljómsveitin Girls Aloud stofnuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup