Leikarinn Michael K. Williams er látinn, 54 ára að aldri. Williams er best þekktur fyrir leik sinn í bandarísku þáttunum The Wire og Boardwalk Empire.
„Þa er með mikilli sorg að fjölskyldan tilkynnir andlát leikarans Michael K. Williams, sem tilnefndur var til Emmy-verðlauna. Hún biður um að frið til þess að syrgja þennan óyfirstíganlega missi,“ segir talsmaður fjölskyldunnar við the Hollywood Reporter.
Samkvæmt heimildum New York Post er talið að Williams hafi látist af völdum of stórs skammts fíkniefna.