Safnaði fyrir krabbameinsrannsóknum fyrir andlát sitt

Sarah Harding safnaði fyrir krabbameinsrannsóknum fyrir andlát sitt.
Sarah Harding safnaði fyrir krabbameinsrannsóknum fyrir andlát sitt. AFP

Söngkonan Sarah Harding safnaði fyrir rannsóknum á brjóstakrabbameini mánuðina fyrir andlát sitt. Harding lést úr brjóstakrabbameini á sunnudag, 39 ára að aldri.

Rannsóknarsjúkrahúsið sem Harding var í meðferð hjá, Christie sjúkrahúsið í Manchester, skipuleggur nú rannsókn á hvernig megi fyrirbyggja og skima fyrir krabbameini hjá konum á aldrinum 30 til 39 ára sem eiga ekki sögu um sjúkdóminn. 

Peningarnir sem Harding safnaði verða notaðir í rannsókninni en Christie hefur einnig hafið söfnun á netinu til að klára að fjármagna hana. 

„Sarah hafði mikinn metnað fyrir rannsóknum á krabbameini og talaði oft um mikilvægi þess að fjármagna slík verkefni,“ segir í tilkynningu frá spítalanum. 

Á meðan Harding háði baráttuna við hinn illvíga sjúkdóm ræddi hún opinskátt um hversu vel var hugsað um hana á spítalanum og lýsti starfsmönnum spítalans sem raunverulegum englum. 

Krabbameinslæknirinn Sacha Howell mun leiða rannsóknina en hann kom að meðferð Harding. Hann mun leggja áherslu á að kanna áhættuþætti og hvernig sé hægt að spá fyrir með meiri nákvæmni hvaða konur séu í áhættuhóp þrátt fyrir enga fjölskyldu sögu. 

Harding fann fyrst fyrir einkennum í desember árið 2019. Hún frestaði því fram yfir áramót að fara til læknis. Læknirinn ráðlagði henni að fara segulómun. Þá skall heimsfaraldurinn á og enn frestaði Harding að fara til læknis. Í ævisögu sinni sem hún gaf út fyrr á þessu ári sagðist Harding sjá virkilega eftir því að hafa frestað læknisheimsóknum þó hún hafi vitað að eitthvað væri að. Hún hvatti öll til að taka einkennum alvarlega og fara strax til læknis.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir