Uppistandarinn John Mulaney og leikkonan Olivia Munn eiga von á sínu fyrsta barni saman. Ekki er langt síðan parið opinberaði samband sitt en Mulaney skildi við eiginkonu sína til sjö ára, Önnu Marie Tendler, í febrúar á þessu ári. Margir hafa sett spurningamerki við ástarævintýri Mulaney og Munn og segja sumir hann vera að hylma yfir framhjáhaldi.
Í viðtali við Seth Meyers á þriðjudag sagði Mulaney að hann hafi farið í meðferð í september á síðasta ári. „Ég losnaði í október, síðan flutti ég út frá fyrrverandi eiginkonu minni. Um vorið fór ég til Los Angeles og kynntist yndislegri konu að nafni Olivia. Við hófum ástarsamband og þetta hefur verið ótrúlega fallegt með svona magnaðiri manneskju. Og við eigum von á barni,“ sagði Mulaney.
Mulaney fór í meðferð vegna áfengis- og vímuefnafíknar sem hann hafði glímt við um nokkurt skeið. Hann fór aftur í meðferð í desember 2020 og útskrifaðist í febrúar 2021.
Stjörnuspekingar í Hollywood segja í samtali við Page Six að það hafi ekki komið á óvart að Mulaney hafi greint frá óléttunni með þessum hætti. „Það er ekki tilviljuna að hann hafi sagt frá tímalínu síðustu mánaða í lífi sínu, hvenær hann flutti út og hvernig hann varð ástfanginn af Oliviu,“ sagði heimildamaður Page Six.
Fyrst sagði Mulaney að hann hefði sótt um skilnað við eiginkonu sína í október á síðasta ári. Tendler hefur hins vegar sagt fjölmiðlum að hann hafi ekki sótt um skilnað fyrr en í febrúar.
Þá er einnig haft eftir heimildamönnum sem þekkja mæði Munn og Mulaney að þau hafi þekkst lengi, allt frá árinu 2013. Annar heimildamaður sagði People í vor að Mulaney og Munn hefðu kynnst fyrst í kirkju, en fólk sem þekkir til segir það vera bull.
„Anna Marie vissi hvað hann var að gera með öðrium konum áður en hann fór í meðferð í desember. Og að hann segi við vini sína að hann hafi verið að reyna að vernda hana áður en hann fór í meðferð er bull, það þurfti ekkert að vernda hana. John var að nota Önnu Marie til að vernda sjálfan sig,“ sagði heimildamaður Page Six.