Snúinn aftur til vinnu eftir krabbameinsmeðferð

Jeff Bridges er snúinn aftur til vinnu.
Jeff Bridges er snúinn aftur til vinnu. AFP

Leikarinn Jeff Bridges er snúinn aftur til vinnu eftir krabbameinsmeðferð. Hann segist nú vera í bata frá krabbameininu og að það hafi minnkað niður í litla kúlu. Bridges greindi frá þessu í gleðilegri færslu á vefsíðu sinni í gær. 

Leikarinn er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverki í The Big Lebowski en hann er nú í tökum fyrir þættina The Old Man.

Bridges greindist með eitilfrumukrabbamein síðasta haust og hefur verið í meðferðum undanfarna mánuði. Í færslu sinni tók Bridges fram að krabbameinsmeðferðin hafi verið ekkert mál samanborið við baráttu sína við kórónuveiruna. 

Bridges greindist smitaðist af kórónuveirunni í janúar á þessu ári, áður en hann hafði tækifæri til að láta bólusetja sig. 

„Covid pakkaði mér alveg saman, en ég er búinn að fá tvo skammta af bóluefni og líður miklu betur núna. Ég heyrði að bóluefnið geti hjálpað fólki með langtíma einkenni. Kannski að mér hafi batnað svona hratt vegna þess,“ skrifaði Bridges.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir