Ræður sér Hollywood lögfræðing

Andrew prins ræður sér reynslumikinn lögfræðing.
Andrew prins ræður sér reynslumikinn lögfræðing. AFP

Andrés prins hefur ráðið Hollywood lögfræðinginn Andrew Brettler til þess að verja sig gegn kæru Victoriu Giuffre. Valið þykir sérstakt þar sem prinsinn er ekki dæmigerður skjólstæðingur Brettlers.

Í umfjöllun Times kemur fram að Brettler sé einna þekktastur fyrir að taka að sér erfið mál fræga fólksins sem lenda í kynlífshneykslum. Nýjasta málið hans var að hjálpa leikaranum Armie Hammer sem fékk yfir sig fjöldann allan af ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. Þá tók hann einnig að sér mál leikstjórans Bryan Singer sem var ásakaður um að hafa nauðgað strák um borð í snekkju árið 2013. Brettler neitaði öllum ásökunum fyrir hönd Singer en hann hefur hins vegar ekki starfað í Hollywood eftir það.

„Prinsinn passar ekki í venjulega skjólstæðingaflóru lögfræðingsins sem sér yfirleitt um skuggahliðar Hollywood. Afhverju leitar prinsinn til hans?,“ spyr pistlahöfundur breska dagblaðsins Times. 

Brettler hefur sagt það vera meiri áskorun að verja skjólstæðinga á tímum #MeToo. „Margir fjölmiðlar vilja alls ekki láta líta út fyrir að þér séu að taka hlið hins meinta geranda eða kenna fórnarlambinu um,“ sagði Brettler í viðtali við Hollywood Reporter á þessu ári.

Það að mál prinsins rati fyrir dómstóla hlýtur að teljast ákveðin vonbrigði fyrir lagateymið enda nær Brettler í flestum tilvikum að forðast að mál komist svona langt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir