Rampa upp Ísland með 1000 nýjum römpum

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og forsprakki Römpum upp Reykjavík
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og forsprakki Römpum upp Reykjavík mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átakið Römpum upp Reykjavík gengur mun betur en gert var ráð fyrir. Har­ald­ur Þor­leifs­son, stofn­andi hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ueno, greindi frá því á Twitter í dag að ramparnir væru að nálgast 100 en hann lætur ekki þar við sitja. 

Áætlað var að setja upp 100 rampa fyrir marsmánuð á næsta ári. Haraldur sem er hvatamaður verk­efn­is­ins og helsti styrkt­araðili greinir frá því verkefnið sé ekki bara á undan áætlun heldur einnig undir kostnaðaráætlun. 

„Ég held að það sé góður tími til þess að tilkynna að við ætlum að rampa upp Ísland með 1000 nýjum römpum næstu fjögur árin,“ skrifaði Haraldur eftir að hann greindi frá velgengi átaksins í Reykjavík. „Við stoppum ekki fyrr en allt þetta land verður aðgengilegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar