Átakið Römpum upp Reykjavík gengur mun betur en gert var ráð fyrir. Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, greindi frá því á Twitter í dag að ramparnir væru að nálgast 100 en hann lætur ekki þar við sitja.
Áætlað var að setja upp 100 rampa fyrir marsmánuð á næsta ári. Haraldur sem er hvatamaður verkefnisins og helsti styrktaraðili greinir frá því verkefnið sé ekki bara á undan áætlun heldur einnig undir kostnaðaráætlun.
„Ég held að það sé góður tími til þess að tilkynna að við ætlum að rampa upp Ísland með 1000 nýjum römpum næstu fjögur árin,“ skrifaði Haraldur eftir að hann greindi frá velgengi átaksins í Reykjavík. „Við stoppum ekki fyrr en allt þetta land verður aðgengilegt.“
We’re about to complete the 100 ramps in Ramp up Reykjavik. Well ahead of schedule and under budget.
— Halli (@iamharaldur) September 20, 2021
I think it’s a good time to announce that next we will Ramp up Iceland with 1000 new ramps in the next 4 years.
We won’t stop until this country is fully accessible.