Annie Mist fjárfestir í orkudrykk

Annie Mist Þórisdóttir fjárfesti í orkudrykkjafremleiðandanum Yerbaé.
Annie Mist Þórisdóttir fjárfesti í orkudrykkjafremleiðandanum Yerbaé. Ljósmynd/Aðsend

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir hefur fjárfest í orkudrykkjaframleiðandanum Yerbaé og er komin í stjórn fyrirtækisins. Yerbaé framleiðir hitaeiningalausa, sykurlausa orkudrykki úr mate. 

Annie fór upphaflega í samstarf með Yerbaé fyrir Heimsleikana í crossfit sem fóru fram í byrjun ágúst síðastliðinn. Sex vikum seinna fjárfesti hún í fyrirtækinu og tók stöðu í stjórn fyrirtæksins. 

Yerbaé var stofnað árið 2017 af hjónunum Karrie og Todd Gibson. Annie var fyrst íþróttamaðurinn sem fór í samstarf við fyrirtækið. 

Á vefnum Morning Chalk Up sem fjallar um crossfitheiminn segir að um sé að ræða einstaka fjárfestingu þar sem crossfitkappar hafa aldrei fjárfest beint í fyrirtækjum. Það þekkist þó víða í íþróttaheiminum. 

Aðrir íþróttamenn í crossfitheiminum hafa að mestu stofnað fyrirtæki tengd crossfit eða heilsu, eins og til dæmis Rich Froning og Jason Khalipa sem hafa stofnað líkamsræktarstöðvar.

Annie lenti í þriðja sæti á Heimsleikunum í sumar og hlaut 13,2 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup