Lést úr krabbameini í brisi

Willie Garson lést úr krabbameini í brisi.
Willie Garson lést úr krabbameini í brisi. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikarinn Willie Garson lést úr krabbameini í brisi. Þessu greinir fjölmiðillinn People frá en upphaflega hafði ekki verið greint frá dánarorsök hans. Garson var 57 ára og þekktastur fyrir að fara með hlutverk Stanford Blatch, besta vinar Carrie Bradshaw í þáttunum Sex and the City. 

Vinir hans og samstarfsfélagar í Hollywood hafa heiðrað minningu hans á samfélagsmiðlum undanfarnar klukkustundir. 

„Willie snerti okkur öll með sínu stóra hjarta og yndislega anda. Maðurinn bakvið Stanford var ástríkur faðir, vinur vina sinna og breiddi góðvild um allt. Hann fór allt of snemma,“ skrifaði Darren Star, höfundur Sex and the City um Garson. 

Garson mun bregða fyrir í endurkomu þáttunum af Sex and the City, And Just Like That..., en hann hafði lokið tökum á sínum senum fyrir þættina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir