Ein merkasta vísindaskáldsagan

Úr kvikmynd Denis Villeneuve, Dune.
Úr kvikmynd Denis Villeneuve, Dune.

Gísli Einarsson, eigandi Nexus, er hafsjór fróðleiks þegar kemur að vísindaskáldsögunni Dune og þeim bókum sem fylgdu á eftir. Hann fræðir umsjónarmenn kvikmyndahlaðvarpsins Bíó um þessa rómuðu bók Franks Herbert frá árinu 1965 og ræðir við þá um nýja kvikmynd sem byggð er á fyrri hluta fyrstu bókar. 

Gísli í verslun sinni Nexus árið 2015 en þá var …
Gísli í verslun sinni Nexus árið 2015 en þá var hún í Nóatúni en nú í Glæsibæ. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta er ein af allra merkilegustu „sci-fi“ bókunum í sögu „sci-fi“ bókmennta, það er ekkert hægt að draga úr því, hún er algjörlega á pari við Lord of the Rings í fantasíunni og hún er náttúrlega hálfgerð fantasía líka,“ segir Gísli um Dune. Bókin sé að mörgu leyti brautryðjandaverk, skrifuð 1965 sem fyrr segir og höfundurinn, Herbert, komi úr frásagnarhefðinni sem ríkt hafði þá í Bandaríkjunum í nokkra áratugi. Vísindaskáldskapur hafi þá yfirleitt verið gefinn út í tímaritaformi, í litlum heftum með smásögum eða köflum úr lengri sögum. „Þetta bókmenntaform er kannski ígildi sjónvarpsþátta þess tíma,“ segir Gísli. 

Vísindaskáldsagan Dune.
Vísindaskáldsagan Dune.

Á þessum tíma, í kringum 1960, hafi komið fram yngri og metnaðarfyllri höfundar sem hafi viljaðgera eitthvað meira með vísindaskáldsagnaformið. Herbert hafi verið einn þeirra sem færði vísindaskáldskapinn nær bókmenntaverki með jafndjúpum þemum, jafnflóknum persónum og hafi skrifað eina skáldsögu á undan Dune og margar smásögur. „Hún er algjör bylting á markaði, í raun og veru, en hún kannski vekur ekki mikla athygli út fyrir þennan klassíska „sci-fi“ lesendahóp til að byrja með,“ segir Gísli. Herbert hafi tekið vistfræði inn í veraldarsköpunina sem hafi ekki verið gert áður. 

Samtalið í heild má hlusta á í hlaðvarpinu hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar