Leikstjórinn Roger Michell er látinn 65 ára að aldri. Michell var þekktastur fyrir að leikstýra kvikmyndinni Notting Hill sem kom út árið 1999 og skartaði Juliu Roberts og Hugh Grant í aðalhlutverki.
Útgefandi Michell greindi frá andláti hans, en hann lést í gær, miðvikudag. Ekki hefur verið greint frá dánarorsök.
Notting Hill er ein söluhæsta rómantíska gamanmynd sem framleidd hefur verið í í Bretlandi. Auk kvikmyndarinnar leikstýrði hann kvikmyndinni Morning Glory með þeim Harrison Ford, Diane Keaton og Rachel McAdams í aðalhlutverki.
Michell fæddist í Suður Afríku en faðir hans var breskur. Fjölskyldan fluttist seinna til Bretlands. Hann menntaði sig í Cambrigde háskóla og var aðstoðarleikstjóri í Royal Court Theather um tíma.
Hann lætur eftir sig fjögur börn, Harry, Rosie, Maggie og Sparrow sem hann átti með tveimur fyrrverandi eiginkonu sínum Kate Buffery og Önnu Maxwell Martin.