Fréttakonan Fanney Birna Jónsdóttir er hætt í umræðuþættinum Silfrinu. Fanney hefur stýrt Silfrinu undanfarin ár ásamt dagskrárgerðarmanninum Agli Helgasyni.
Samkvæmt heimildum mbl.is sagði Fanney upp vegna ágreinings um kjaramál.
Silfrið er umræðuþáttur sem er á dagskrá Ríkisútvarpsins á sunnudagsmorgnum. Þar er fjallað um málefni líðandi stundar og stjórnmál.
Ekki hefur verið greint frá því hver mun fylla skarð Fanneyjar í vetur en Egill hefur stýrt þáttunum síðustu helgar.
Ekki náðist í Skarphéðin Guðmundsson, dagskrárstjóra RÚV, við vinnslu fréttarinnar.