Milljarðamæringurinn John Paulson, sem stendur nú í skilnaði, er kominn með nýja kærustu. Sú heppna er hin 33 ára gamla Alina de Almeida. Paulson sótti um skilnað við eiginkonu sína til 21 árs, Jenny, á mánudag.
32 ár skilja þau Paulson og De Almeida í aldri en hann er 65 ára gamall. Paulson hagnaðist mikið á árunum fyrir hrun og eru auðævi hans metin á 4,7 milljarða bandaríkjadala.
„John er kominn með nýja, mun yngri kærustu og þó sambandið sé enn á byrjunarstigi blómstra þau saman. Þau eru mjög hamingjusöm saman,“ sagði heimildamaður Page Six um málið.
De Almeida er næringarráðgjafi og sérfræðingur í að leiðbeina fólki í þyngdartapi. Ekki er vitað hvernig parið kynntist en þau hafa sést oft saman í sumar í Hampton, sumardvalastaður ríka og fræga fólksins í New York.
Paulson sótti um skilnað við eiginkonu sína á mánudag en þau eiga tvær dætur saman. Þau gerðu ekki kaupmála fyrir brúðkaup sitt og því stefnir í harðar deilur um auðævi þeirra. Þau eiga meðal annars eignirí Southampton og Aspen auk flennistórrar íbúðar á Manhattan í New York.