Meghan Trainor á andlegri vegferð með hjálp lyfja

Söngkonan Meghan Trainor.
Söngkonan Meghan Trainor. KEVORK DJANSEZIAN

Bandaríska söngkonan Meghan Trainor talar opinskátt um geðheilsu sína í nýjasta tölublaði People. Segir hún meðal annars frá því hvað varð til þess að hún ákvað að leggja upp í andlega vegferð og hvað hún hefur náð góðum tökum á andlegu hliðinni í kjölfarið.

„Ég gæti ekki verið hamingjusamari núna, ég er á besta stað lífs míns,“ sagði Trainor. En sjö mánuðir eru liðnir frá því að söngkonan eignaðist sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum, leikaranum Daryl Sabara. Líf hennar hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum en hún hefur lengi glímt við alvarlega kvíðaröskun og þunglyndi. 

Árið 2016 fékk Trainor slæmt kvíðakast í beinni útsendingu þegar hún átti að kynna tilnefningar til Grammy-verðlaunanna en slík verðlaun hafði hún sjálf hreppt. Í fyrstu vissi hún ekki að um kvíða væri að ræða heldur hélt að hún væri að fá fyrir hjartað.

„Ég titraði og skalf á meðan ég las upp tilnefningarnar og mér leið eins og það væri að fara að líða yfir mig. Ég fór svo af sviðinu og vissi ekki hvað var að gerast. Ég ofandaði hvað eftir annað fyrir framan alla og hélt að ég væri að fá hjartaáfall,“ sagði hún, enda var mikil keyrsla og dagskrá hennar afar þétt á þessum tíma. 

Hélt hún væri með ofnæmi

Trainor segist oft hafa þurft að leita á bráðamóttöku vegna líkamlegra einkenna vegna kvíða  í gegnum tíðina en einkenni kvíðakasta geta verið mjög margþætt og misjöfn. 

„Ég var á virkilega dimmum stað," sagði Trainor en það hvarflaði ekki að henni að hún gæti verið að glíma við kvíða og þunglyndi. „Ég leitaði oft á bráðamóttökuna og hélt frekar að ég væri að fá ofnæmisviðbrögð við matnum sem ég hafði verið að borða og þess vegna væri ég með hjartsláttartruflanir, farin að ofanda og titraði stanslaust." 

Það var svo ekki fyrr en fyrir fjórum árum að hjólin fóru að snúast í rétta átt. Trainor ákvað að leita til geðlæknis eftir að læknir á bráðamóttökunni hafði bent henni á að bóka tíma hjá einum slíkum. 

„Hann spurði mig hvort ég hefði heyrt um kvíða og hvort það gæti mögulega verið það sem væri að hrjá mig og auðvitað var kvíðinn orsök vanlíðanar minnar. Ég er á kvíða- og þunglyndislyfjum núna og ég er viss um að þau lyf hafa bjargað lífi mínu og ferli. Og ég skammast mín ekkert fyrir að segja það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup