Cruise hættur með kærustunni

Hayley Atwell og Tom Cruise.
Hayley Atwell og Tom Cruise. AFP

Hollywood-stjarnan Tom Cruise er sagður hættur með leikkonunni Hayley Atwell. Parið sem leikur saman í nýrri Mission Impossible-mynd er sagt hafa átt í ástarsambandi í um það bil eitt ár. Tökum á sjöundu myndinni er að ljúka og hafa þau ákveðið að vera bara vinir að sögn heimildarmanns The Sun

Cruise sem er 59 ára og hin 39 ára gamla breska leikkona opinberuðu aldrei samband sitt. Það virtist hins vegar bara styrkjast og þau sáust meðal annars á Wimbledon-tennismótinu í sumar. 

„Þeim kom mjög vel saman og eru augljóslega fallegar Hollywood-stjörnur svo þau passa vel saman,“ sagði heimildarmaðurinn. „En nú þegar tökum er að ljúka ákváðu þau að verða aftur bara vinir.

Tökur eru í fullum gangi og Cruise þarf að sinna öðrum verkefnum. Heimildarmaðurinn segir leiðinlegt að sambandið hafi ekki gengið upp. Samband Cruise við Atwell er lengsta samband sem hann hefur átt í síðan hann og leikkonan Katie Holmes skildu árið 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka