Moulin Rouge hlaut tíu verðlaun

Söngleikurinn Moulin Rouge hlaut flest verðlaun á Tony verðlaunahátíðinni.
Söngleikurinn Moulin Rouge hlaut flest verðlaun á Tony verðlaunahátíðinni. AFP

Söngleikurinn Moulin Rouge hlaut flest verðlaun á Tony-verðlaunahátíðinni sem fór fram í New York í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Söngleikurinn hlaut alls tíu verðlaun en hátíðin frestaðist um ár vegna kórónuveirufaraldursins. 

Hátíðin var með öðru sniði en áður – flest verðlaunin voru afhent í tveggja tíma langri athöfn í beinu streymi áður en hátíðin hófst formlega með tónleikum þar sem enduropnun leikhúsa í New York var fagnað eftir 18 mánaða dvala. 

„Allir hér eru bólusettir og búnir að fara í skimun, allir eru með grímu. Öll leikhús á Brodway munu líta svona út í einhvern tíma og það er allt í lagi,“ sagði Leslie Odom jr. í opnunarræðu sinni fyrir galakvöldið í Winter Garden Theatre. 

Sýningin Moulin Rouge, sem byggð er á samnefndri kvikmynd Baz Luhrmanns frá árinu 2001, sigraði í flokki besta söngleiks, besta leikara í aðalhlutverki og í flokkum sem snúa að tækni.

Leikritið The Inheritance, byggt á skáldsögu E.M. Forsters, hlaut verðlaun í flokki bestu leikrita og hlaut alls fern verðlaun. Leikkonan Adrienne Warren var valin besta leikkona í söngleik fyrir túlkun sína á Tinu Turner í söngleiknum Tina Turner. 

Endurgerð á leikritinu A Christmas Carol hlaut fimm verðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach