Óskarsverðlaunahafi endurgerir íslenska mynd

Dustin Lance Black framleiðir myndina Rift sem er endurgerð myndarinnar …
Dustin Lance Black framleiðir myndina Rift sem er endurgerð myndarinnar Rökkur. AFP

Óskarsverðlaunahafinn Dustin Lance Black framleiðir bandaríska endurgerð á íslensku hrollvekjunni Rökkri sem Erlingur Óttar Thoroddsen skrifaði og leikstýrði árið 2017. Erlingur mun einnig skrifa og leikstýra nýju myndinni sem ber enska heitið Rift. 

Kvikmyndafréttavefurinn Deadline greinir frá aðkomu Dustins Lances Blacks. Framleiðandinn vann Óskarsverðlaun fyrir handritið að kvikmyndinni MILK árið 2009 og skrifaði síðast myndina Rustin sem Barack og Michelle Obama framleiða fyrir Netflix. Erlingur lauk nýverið tökum á kvikmyndinni The Piper fyrir Millennium Media með Charlotte Hope og Julian Sands í aðalhlutverkum.

Rift fjallar um tvo menn sem kljást við endalok sambands síns við óhugnanlegar kringumstæður þegar þeir einangrast saman í afskekktum sumarbústað um miðjan vetur. Meðal annarra framleiðanda eru J. Todd Harris og Marc Marcum ásamt XYZ og Wayward Entertainment.

Björn Stefánsson fór með annað aðalhlutverkið í Rökkri.
Björn Stefánsson fór með annað aðalhlutverkið í Rökkri.

Rökkur var frumsýnd árið 2017 og voru framleiðendur hennar Erlingur, Búi Baldvinsson og Baldvin Kári Sveinbjörnsson fyrir Myrkraverk Productions ehf. Með aðalhlutverk fóru Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir