Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greinir frá því á persónulegri facebooksíðu sinni í dag að hundurinn hans Bó sé dauður. Bó var franskur bolabítur og glímdi við veikindi. Svo fór að Bjarni og fjölskylda kvöddu Bó í morgun.
„Við fengum þennan mikla karakter til okkar árið 2010 sem lítinn hvolp. Hann hefur gætt heimilislífið miklu lífi og veitt okkur ómælda gleði,“ skrifaði Bjarni og birti mynd af Bó. „Á háum aldri eignaðist hann afkvæmi og Sushi litla er eitt þeirra, en Margrét og Ísak eru með hana hjá sér. Honum fór hins vegar að hraka á þessu ári. Það byrjaði með flogaköstum sem tóku að ágerast en það var stöðvað með lyfjum. En skref fyrir skref varð tilveran erfiðari fyrir blessaðan kallinn. Þetta mikla vöðvabúnt stóð eiginlega ekki undir sjálfum sér fyrir rest. Í morgun kvöddum við hann. Bó verður sárt saknað.“
Bjarni birti síðast myndskeið af Bó á Instagram fyrir helgi þar sem hann og Bó hituðu upp fyrir kappræður í sjónvarpinu.