Britney laus undan föður sínum

Poppsöngkonan Britney Spears hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið.
Poppsöngkonan Britney Spears hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið. mbl.is/AFP

Dómari í Bandaríkjunum hefur svipt Jamie Spears forræði yfir dóttur sinni Britney í kjölfar þess að Britney sakaði hann um áralanga misnotkun. 

Jamie Spears varð lögráðamaður Britney árið 2008 í kjölfar áhyggja af andlegri heilsu hennar. Fyrr í dag lauk síðan 13 ára forræðistíð Jamie yfir dóttur sinni, en dómari skipaði nýjan forráðamann sem Britney valdi sjálf. 

Fyrr í september fór Jamie fram á að vera leystur undan skyldum sínum sem lögráðamaður, eftir að Britney óskaði formlega eftir nýjum lögráðamanni. 

Brenda Penny, dómari við dómstól í Los Angeles, batt formlega enda á forræði Jamie og skipaði á sama tíma endurskoðanda sem lögfræðingar Britney völdu, sem forráðamann hennar. 

Jamie hafði áður haldið því fram að umræddur endurskoðandi væri ekki hæfur til að fara með fjárræði söngkonunnar. 

Lögmenn Britney fóru einnig fram á það í dag að á næstu 30 til 45 dögum verði ákveðið hvort að tilefni sé til að nokkur fari með forræði yfir Britney yfir höfuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að losna úr vítahring aukavinnu og eyðslu. En það er hægt. Taktu þér hlé og skipuleggðu málin upp á nýtt frá a til ö.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Camilla Läckberg
5
Colleen Hoover