Elísa sú fallegasta í Miss Universe Iceland

Elísa Gróa er nýkrýnd Miss Universe Iceland.
Elísa Gróa er nýkrýnd Miss Universe Iceland. Skjáskot/Instagram

Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland 2021 fór fram í Gamla Bíó í gærkvöldi. Alls tóku tuttugu stúlkur þátt í keppninni en það var Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, sem þótti bera mestan þokka og bar hún þar með sigur úr býtum að þessu sinni.

Elísa Gróa hefur tekið þátt í fjöldanum öllum af fegurðarsamkeppnum hingað til og var þetta hennar fjórða þátttaka í Miss Universe. Árið 2015 keppti hún í Ungfrú Ísland en var ekki ein af þeim sem komst upp í toppsætin. Það ár var það fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir sem varði titilinn en stúlkurnar sem komust á verðlaunapall voru ekki af verri endanum. Til að mynda var listakonan Helena Reynisdóttir valin vinsælasta stúlkan og einkaþjálfarinn Telma Fanney Magnúsdóttir, kærasta Jökuls Júlíussonar söngvara Kaleo, var valin sportstúlkan. 

Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi Ungfrú Ísland, rakti fyrstu kynni sín af Elísu Gróu í keppninni árið 2015 í kjölfar krýningarinnar í gær. Það má því segja að Elísa Gróa sé þaulreynd fegurðardrottning og verður Íslandi að öllum líkindum til mikils sóma í Ísrael seinna á árinu þegar hún verður fulltrúi þjóðarinnar í alþjóðlegu Miss Universe keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan