RIFF hefst í dag

RIFF hefst í dag.
RIFF hefst í dag.

RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefst í dag. Mikið er um að vera á þessum fyrsta degi hátíðarinnar sem haldin er í 18. sinn. 

Leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier og tónlistarkonnunni Debbie Harry verða afhent heiðurverðlaun kvikmyndahátíðarinnar af Guðna Th. Jóhannessyni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. 

Hansen-Løve og Trier verða einnig á Meistaraspjalli í Gamla bíói klukkan 12. Aðgangur er ókeypis en íslensku leikstjórarnir Ása Helga Hjörleifsdóttir og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson stýra umræðunum. 

Í kvöld er svo opnunarhóf Riff í Gamla bíói og frumsýning kvikmyndarinnar Versta manneskja í heimi eftir Joachim Trier. Á undan verður sýnd stuttmynd Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur Eldingar eins og við. Hátíðargusan verður í höndum Sverris Þórs Sverrissonar leikara. 

Miðasala fer fram á riff.is en þar má einnig nálgast ítarlega dagskrá hátíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Moa Herngren
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Moa Herngren
5
Ragnar Jónasson