RIFF hefst í dag

RIFF hefst í dag.
RIFF hefst í dag.

RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefst í dag. Mikið er um að vera á þessum fyrsta degi hátíðarinnar sem haldin er í 18. sinn. 

Leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier og tónlistarkonnunni Debbie Harry verða afhent heiðurverðlaun kvikmyndahátíðarinnar af Guðna Th. Jóhannessyni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. 

Hansen-Løve og Trier verða einnig á Meistaraspjalli í Gamla bíói klukkan 12. Aðgangur er ókeypis en íslensku leikstjórarnir Ása Helga Hjörleifsdóttir og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson stýra umræðunum. 

Í kvöld er svo opnunarhóf Riff í Gamla bíói og frumsýning kvikmyndarinnar Versta manneskja í heimi eftir Joachim Trier. Á undan verður sýnd stuttmynd Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur Eldingar eins og við. Hátíðargusan verður í höndum Sverris Þórs Sverrissonar leikara. 

Miðasala fer fram á riff.is en þar má einnig nálgast ítarlega dagskrá hátíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir