Fyrsta stiklan úr Ófærð 3

Þriðja þáttaröð Ófærðar hefst í október.
Þriðja þáttaröð Ófærðar hefst í október.

Fyrsta stikl­an úr þriðju þáttaröð af Ófærð var birt í morg­un. Þar er Andri Ólafs­son, leik­inn af Ólafi Darra Ólafs­syni, kom­inn í nýtt hlut­verk við að sinna rann­sókn efna­hags­brota eft­ir að fyrri störf inn­an lög­regl­unn­ar höfðu gengið nærri hon­um. Hann er þó kallaður til þegar maður finnst lát­inn sem Andri hafði haft af­skipti af átta árum áður.

Þáttaröðin verður frum­sýnd á RÚV 17. októ­ber, en áfram verða aug­un á þeim Andra og Hinriku, sem leik­in er af Ilmi Kristjáns­dótt­ur. Þau taka nú sam­an hönd­um að nýju við rann­sókn á flóknu morðmáli í sam­starfi við Trausta, yf­ir­mann Andra, en hann er leik­inn af Birni Hlyn Har­alds­syni.

Í þáttaröðinni finnst ung­ur maður myrt­ur í í hópi sér­trú­arsafnaðar norður í landi og finn­ur Andri sig knú­inn til að leggja rann­sókn­inni lið. Hinn látni reyn­ist maður, sem Andri hafði af­skipti af 8 árum áður og sem hann hafði fyr­ir rangri sök í manns­hvarfs­máli, misst stjórn á sér og gengið illþyrmi­lega í skrokk á hon­um. All­ar göt­ur síðan hef­ur hef­ur at­vikið legið á hon­um eins og mara og nú finnst hon­um hann skuld­bund­inn til að bæta fyr­ir gjörðir sín­ar með því að koma morðingj­an­um bak við lás og slá. Ekki aðeins vegna fórn­ar­lambs­ins og fjöl­skyld­unn­ar, held­ur einnig í von um að særa burt sína eig­in drauga.


Ófærð er sem fyrr fram­leidd af RVK Studi­os. Baltas­ar Kor­mák­ur er aðal­fram­leiðandi þátt­anna. Leik­stjór­ar ásamt hon­um eru þau Börk­ur Sigþórs­son og Katrín Björg­vins­dóttir. 

Ásamt fyrr­nefnd­um leik­ur­um fara með stærri hlut­verk í þátt­un­um þau Eg­ill Ólafs­son, Mar­grét Vil­hjálms­dótt­ir, Har­ald­ur Ari Stef­áns­son, Íris Tanja Flygenring, Guðjón Peder­sen og Þor­steinn Gunn­ars­son, sem á nú end­ur­komu.

Danski stór­leik­ar­inn Thom­as Bo Lar­sen leik­ur einnig stórt hlut­verk í þátt­un­um, sem forsprakki dansks mótor­hjóla­geng­is, sem kem­ur til lands­ins með Nor­rænu og skap­ar ótta meðal bæj­ar­búa. 
Þætt­irn­ir eru fram­leidd­ir í  sam­starfi við RÚV, ZDF Entertain­ment og Net­flix með stuðningi frá Kvik­mynda­miðstöð Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú hefur djarfar og ákveðnar hugmyndir um að græða pening í dag, og ert mjög kraftmikil/l í vinnu. Ný tækni eða breyttar aðferðir muni gera lífið skemmtilegra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú hefur djarfar og ákveðnar hugmyndir um að græða pening í dag, og ert mjög kraftmikil/l í vinnu. Ný tækni eða breyttar aðferðir muni gera lífið skemmtilegra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir