Unnusta Gyllenhaal í Columbia-háskólanum

Fyrirsætan Jeanne Cadieu á Tony verðlaununum nýverið.
Fyrirsætan Jeanne Cadieu á Tony verðlaununum nýverið. mbl.is/Arturo Holmes

Það hafa án efa margir spáð í hvaðan glampinn í augum Jake Gyllenhaal kemur. Page Six hefur greint frá því að ástæðan ku vera opinberun á sambandi hans og frönsku fyrirsætunnar Jeanne Cadieu.

Þau voru saman á Tony-verðlaununum en þau voru fyrst ljósmynduð opinberlega sem par á frumsýningu kvikmyndar Maggie Gyllenhaal, The Lost Daughter, fyrir nokkrum dögum. 

Það náðust einhverjar ljósmyndir af þeim í París á ferðalagi í desember árið 2018 en svo virðist sem þau hafi náð að halda sambandinu leyndu síðan þá. 

Gyllenhaal, sem er 40 ára, og Cadieu, 25 ára, virðast vera ástfangin upp fyrir haus. Cadieu er frönsk og býr í New York þar sem hún er á skrá hjá Elite og einnig skráð í Columbia-háskólann þaðan sem hún útksrifast bráðum. Hún þykir einstaklega skemmtileg kona og eldklár ef marka má fréttamiðla víða um heiminn.

Samrýnd fjölskylda á frumsýningu kvikmyndarinnar The Lost Daugther nýverið.
Samrýnd fjölskylda á frumsýningu kvikmyndarinnar The Lost Daugther nýverið. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan dag. Hlutirnir ganga smurt fyrir sig heima aftur á móti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan dag. Hlutirnir ganga smurt fyrir sig heima aftur á móti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
5
Eva Björg Ægisdóttir