Aftur á skjáinn í desember

And Just Like That verða frumsýndir í desember.
And Just Like That verða frumsýndir í desember. AFP

Þær Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis munu snúa aftur á skjáinn í þáttunum And Just Like That í desember. Sjónvarpsstöðin HBO, sem framleiðir þættina, staðfesti frumsýningu þáttanna á streymisveitu sinni í Bandaríkjunum í gær. 

And Just Like That eru endurkomuþættir sem fjalla um aðalpersónur þáttanna Sex in the City, eða Beðmál í borginni. Þar munu þær taka upp þráðinn nokkrum árum seinna en þættirnir voru sýndir á árunum 1998 til 2004.

HBO hefur ekki opinberað hvenær þættirnir verða aðgengilegir á streymisveitu sinni um allan heim. 

Aðeins þrjár af fjórum söguhetjum þáttanna snúa aftur, en leikkonan Kim Cattrall í hlutverki Samönthu mun ekki snúa aftur. 

Leikarinn Willie Garson mun koma fram í þáttunum en hann hafði lokið tökum á þáttunum fyrir andlát sitt. Garson lést hinn 21. september síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup