Leikkonan Shannen Doherty heldur áfram að berjast við krabbameinið og er það orðið hluti af hennar daglega lífi. Doherty hefur ekki hagað lífi sínu eins og hún sé deyjandi og ætlar að halda baráttunni áfram.
Doherty greindi frá því í febrúar á síðasta ári að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein á fjórða stigi. Þremur árum áður hafði hún einnig háð baráttu við krabbamein.
Í viðtali við Good Morning America í vikunni sagði hún að hún héldi sér við efnið og eyddi miklum tíma með vinum og fjölskyldu.
„Margir sem greinast með krabbamein á fjórða stigi eru stundum pínu afskrifaðir. Það er viðtekin hugmynd að fólk geti ekki unnið, og ekki sinnt fullu starfi, en það er ekki satt,“ sagði Doherty og bætti við að hún vildi að fólk hætti því.