Adele opnar sig um skilnaðinn

Adele prýðir forsíðu Vogue í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Adele prýðir forsíðu Vogue í Bandaríkjunum og Bretlandi. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Adele braut blað í sögu tímaritsins Vogue í gær en hún prýðir tvær forsíður blaðsins, bresku og bandarísku útgáfuna, í nóvember. Í viðtölunum talar Adele opinskátt um skilnaðinn, nýja plötu, ár kvíðans eins og hún kallar það og þyngdartapið. 

Adele staðfesti fyrr í vikunni að ný plata væri væntanleg frá henni eftir langt hlé. Hún lýsir plötunni sem einskonar skilnaðarplötu, en þó ekki í hefðbundnum skilningi. 

„Það er ekki eins og einhver sé að atast í mér, en þú veist, ég fór út hjónabandinu. Verið líka góð við mig. Þetta var fyrsta lagið sem ég skrifaði fyrir plötuna og síðan skrifaði ég ekki neitt í sex mánuði eftir það því mér fannst ég hafa sagt allt,“ sagði Adele um fyrsta lagið sem kemur út af plötunni, Easy on Me. 

Hreyfði sig kvíðans vegna

Adele hefur lést töluvert síðastliðin ár og hefur útlit hennar vakið mikla athygli á fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. „Ég gerði það út af kvíðanum mínum. Mér leið betur þegar ég hreyfði mig. Þetta snérist aldrei um að léttast, þetta snérist um að verða sterk og að vera frá símanum mínum eins mikið og ég gæti á hverjum degi. Ég varð eiginlega háð því. Ég fer á æfingu tvisvar til þrisvar á dag,“ sagði söngkonan. 

„Ég lyfti á morgnana, síðan fer ég í göngu eða box síðdegis, á kvöldin fer ég svo á þrekæfingu. Ég var eiginlega atvinnulaus þegar ég var að gera þetta. Og ég geri það með þjálfara,“ sagði Adele og viðurkennir að hún sé í forréttindastöðu að geta æft með þjálfara þegar hún var atvinnulaus.

Hún segir að á þessum tíma hafi hún þurft að finna sér eitthvað til að vera heltekin af, til að skrúfa hausinn rétt á sig. 

„Ég hefði getað farið að prjóna, en það var ekki málið. Fólk er hissa að ég hafi ekki deilt „minni vegferð“. Fólk er vant því að allir skrásetji allt á Instagram, og margir í minni stöðu myndu næla sér í feitan samning með heilsufyrirtæki. Mér gæti ekki verið meira sama. Ég gerði þetta fyrir sjálfa mig og engan annan. Af hverju ætti ég að deila því?“ sagði Adele. 

Adele nefnir að fólk hafi alltaf talað um líkamann hennar, þau 12 ár sem hún hefur verið í sviðsljósinu. „Þau töluðu um líkamann minn áður en ég léttist. En já, mér er alveg sama. Þú þarft ekki að vera í ofþyngd til að tjá líkamsvirðingu, þú getur verið í hvaða stærð sem er,“ sagði Adele.

Ætlaði ekki að opinbera sambandið

Í viðtalinu ræðir Adele einnig um nýja kærasta sinn, umboðsmanninn Richard Paul. Adele og Paul höfðu þekkst lengi en Adele segir að hún hafi einhvernvegin ekki séð hann strax. Hún heillaðist fyrst af honum í partíi fyrir nokkrum árum. 

„Ég var smá full og spurði hann hvort hann vildi verða umboðsmaðurinn minn, þar sem ég væri orðin íþróttamanneskja. Hann er bara svo andskoti fyndinn. Hann var líka að dansa. Allir hinir gaurarnir voru bara sitjandi en hann bara dansaði,“ sagði Adele. 

Parið sást fyrst saman á körfuboltaleik í sumar. „Ég ætlaði ekki að opinbera sambandið. Mig langaði bara á leikinn. Ég elska að vera með honum. Elska það,“ segir Adele. Á leið heim af leiknum ræddu þau um sambandið. „Hann spurði hvað fólk myndi eiginlega segja og ég sagði honum bara að fólk myndi halda að hann væri umboðsmaðurinn minn því ég væri íþróttakona. Og hann sagði bara „okei kúl“.“

View this post on Instagram

A post shared by Vogue’s The Get (@vogue)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir