Dýrið slær met í Bandaríkjunum

Valdimar Jóhannsson er leikstjóri Dýrsins.
Valdimar Jóhannsson er leikstjóri Dýrsins. VALERY HACHE

Íslenska kvikmyndin Dýrið, eða Lamb á ensku, var sjöunda tekjuhæsta kvikmyndin í bandarískum kvikmynda húsum um helgina. Alls seldust miðar fyrir rúmlega eina milljón bandaríkjadala eða um 150 milljónir íslenskra króna. 

Dýrið var frumsýnd í Bandaríkjunum á fimmtudag og þá í hátt í 600 kvikmyndahúsum vítt og breitt um landið. Hún er fyrsta íslenska kvikmyndin til að fá slíka dreifingu í landinu og tekjuhæsta íslenska kvikmyndin í bandarískum kvikmyndahúsum.

Kvikmyndin er frumraun íslenska leikstjórans Valdimars Jóhannssonar en með aðalhlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Noomi Rapace og Björn Hlynur Haraldsson.

Dýrið kom nýtt inn á lista yfir miðasölu í kvikmyndahúsum um helgina ásamt James Bond myndinni No Time To Die. No Time To Die fór beint á topp listans en alls seldust miðar fyrir 56 milljónir bandaríkjadala á þá mynd. 

Kvikmyndin var fyrst frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í sumar og hlaut þar verðlaun fyrir frumleika sinn.

Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomi Rapace og Björn Hlynur …
Hilmir Snær Guðnason, Valdimar Jóhannsson, Noomi Rapace og Björn Hlynur Haraldsson í Cannes í sumar. VALERY HACHE
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup