Búin að fyrirgefa Rooney

Fótboltakappinn Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen Rooney.
Fótboltakappinn Wayne Rooney og eiginkona hans Coleen Rooney. Skjáskot Instagram/Coleen Rooney

Coleen Rooney er búin að fyrirgefa eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Wayne Rooney. Knattspyrnustjarnan hefur oft komist í fjölmiðla fyrir drykkjulæti og ótrúnað við eiginkonu sína. 

Frú Rooney lýsir hegðun eiginmann síns sem óviðunandi þrátt fyrir fyrirgefninguna í stiklu fyrir nýja heimildarmynd um Rooney sem kemur út á vegum Amazon. Rooney-hjónin gengu í hjónaband árið 2008. 

„Ég vissi með hverjum Wayne var að hanga með. Áfengi ofan á það, ekki gott. Ég fyrirgaf honum en þetta var óviðunandi,“ sagði frú Rooney um skandal sem átti sér stað með þremur vændiskonum árið 2002. 

Hjónin byrjuðu saman þegar þau voru unglingar og hafa gengið í gegnum mikið. Oft hafa skilnaðarfréttir birst í fjölmiðlum en þau eru enn saman og eiga fjóra syni. Sá elsti er 11 ára en sá yngsti er þriggja ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar