Raunveruleikastjarnan fyrrverandi Kim Kardashian og fjöllistamaðurinn Kanye West eru ekki tekin aftur saman þrátt fyrir þrálátar sögusagnir. West fylgdi Kardashian í þáttinn Saturday Night Live á laugardag og eyddi með henni miklum tíma í New York-borg dagana þar á undan.
Heimildarmaður Page Six segir að þrátt fyrir ýmsar vísbendingar og orðróm séu þau ekki saman.
„Ekkert hefur breyst. Þau eru ekki saman. Hann er enn í fjölskyldunni og er vinur. Þau hafa unnið í vináttusambandi sínu fyrir börnin sín, og styðja áfram hvort annað. Það munu alltaf gera það,“ sagði heimildarmaður People.
Kardashian sótti um skilnað við West fyrr á þessu ári. Þau eiga fjögur börn saman og hafa sést mikið opinberlega.