Of Monsters and Men halda tónleika í Gamla bíói

Of Monsters and Men mun halda tónleika í Gamla bíói …
Of Monsters and Men mun halda tónleika í Gamla bíói í nóvember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hljómsveitin Of Monsters and Men mun fagna 10 ára útgáfuafmæli plötunnar My Head Is An Animal með tónleikum í Gamlabíó 9. og 10. nóvember næstkomandi . 

Hljómsveitin mun flytja plötuna í heild sinni á báðum tónleikum auk þess sem þau munu leika ný og gömul lög, með mismunandi lagavali milli tónleika.

Hljómsveitin mun einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu af MHIAA hinn 29. október. Platan er endurhljóðblönduð útgáfa af íslensku útgáfu plötunnar frá 2011 og inniheldur auk þess tvö áður óútgefin bónuslög. Annað lagið, Phantom, er eitt laganna sem tryggðu sveitinni sigur í Músíktilraunum árið 2010.

Miðasala hefst á morgun, fimmtudag, klukkan 10 á Tix.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir