Leikkonan Megan Fox og rapparinn Machine Gun Kelly mála þá mynd af sér að þau séu ótrúlega ástfangin, kyssast og faðma hvort annað á rauða dreglinum. Fox var nýskilin við eiginmann sinn, leikarann Brian Austin Green þegar hún byrjaði með rapparanum vorið 2020. Hún segir í viðtali við GQ að Machine Gun Kelly sé sálufélagi sinn.
Fox var að reyna að hlífa sér þegar hún hitti Machine Gun Kelly. Hún vissi að hún væri að falla fyrir honum. „Ég var opin fyrir ástinni en ég bjóst ekki við að ganga í fangið á sálufélaga mínum sísvona,“ sagði Fox. Machine Gun Kelly hafði ekki orðið ástfanginn áður.
Sambandið er mjög stormasamt og segja þau tilfinningarnar mjög miklar. Þó svo að þau séu mjög hamingjusöm snýst sambandið um meira en leiki og skemmtun. „Ég segi að það lítur út fyrir að sambandið okkar sé eins og fyrsta ástin,“ sagði Machine Gun Kelly. Hann segir þau hins vegar líka fara langt niður og ævintýri þeirra dimmt. „Þetta er vissulega alsæla og kvöl. Ég vil ekki að fólk haldi að við séum fullkomin.“