Drottningin studdist við staf

Elísabet II Bretadrottning var glöð í Westminister Abbey í gær.
Elísabet II Bretadrottning var glöð í Westminister Abbey í gær. AFP

Elísabet II. Bretadrottning notaði göngustaf á viðburði í Westminster Abbey í gær, þriðjudag. Stafurinn olli áhyggjum um heilsu drottningar en samkvæmt heimildum breskra götublaða notaði hún stafinn aðeins sér til þæginda. 

Drottningin lenti ekki í slysi nýlega né hefur heilsa hennar versnað. Konungshöllin hefur þó ekki svarað spurningum blaðamanna um stafinn. 

Elísabet drottning og dóttir hennar Anna prinsessa fóru saman á viðburðinn og virtust þær mæðgur hressar og kátar.

Drottningin virðist við góða heilsu þessar vikurnar þrátt fyrir að hún hafi notað stafinn í gær, en hún gróðursetti meðal annars tré með elsta syni sínum, Karli Bretaprinsi, í upphafi mánaðar. Þá var engan bilbug á henni að finna og greip hún sér skóflu til að moka.

Elísabet drottning með stafinn.
Elísabet drottning með stafinn. AFP
Drottningin klæddist kóngablárri kápu og var með hatt í stíl.
Drottningin klæddist kóngablárri kápu og var með hatt í stíl. AFP
Karl Bretaprins og Elísabet drottning gróðursettu tré í Skotlandi 1. …
Karl Bretaprins og Elísabet drottning gróðursettu tré í Skotlandi 1. október síðastliðinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson