Bridget Marquardt sá eitt sinn draug í svefnherbergi sínu á Playboy-setri sínu. Marquardt bjó á setrinu frá árinu 2002 til 2009 og var ein af mörgum kærustum Hughs Hefners. Auk þess sem hún sá drauginn varð hún vitni af óútskýrðum atburðum á setrinu sem líka má við draugagang.
Systir og vinkona Marquardt voru í heimsókn þegar draugurinn gerði vart við sig. Marquardt hafði keypt sér hvolp fyrr um daginn. „Við vorum að tala saman, drekka vín og horfa á sjónvarpið. Allt í einu sáum við konu standa í fataskápnum mínum,“ sagði stjarnan í hlaðvarpsþættinum Dark House að því fram kemur í New York Post.
Áður en að Marquardt náði að virða konuna betur fyrir sér hvarf hún. Playboy-stjarnan fyrrverandi getur þó lýst konunni og segir hana hafa verið með svart hár, með hvíta húð og mjög granna.
Marquardt telur að draugurinn hafi verið ritari sem vann á Playboy-setrinu sem hún hitti áður hún flutti inn. Konan dó síðan úr krabbameini. „Hún var mjög vinaleg. Hún var ein af þessum mömmum í húsinu. Hún þekkti öll dýrinu og vissi allt um stelpurnar. Hún var bara frábær,“ segir Playboy-stjarnan og telur víst að konan hafi komið til þess að kíkja á hvolpinn.