Dýrið framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2022

Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2022.
Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2022. mbl.is

Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Myndin er undir leikstjórn Valdimars Jóhannssonar og handrit er eftir Sjón og Valdimar. Framleiðendur myndarinnar eru Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim fyrir Go to Sheep og helstu leikarar eru Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson, og Ingvar E. Sigurðsson. Nú þegar hefur Dýrið ferðast víða um heim bæði á hátíðir og í almennri dreifingu. Hún hefur nú þegar unnið verðlaun fyrir frumlegustu myndina í „Un Certain regard“ á Cannes, og bestu mynd, bestu leikkonu og citizen kane verðlaunin fyrir besta nýja leikstjórann á kvikmyndahátíðinni í Sitges á Spáni svo einhver verðlaun sé nefnd.

Dýrið fjallar um sauðfjárbændurnar Maríu (Noomi Rapace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðnason) sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu.

Dómnefnd skipuðu: Dögg Mósesdóttir f.h. Samtaka kvikmyndaleikstjóra, Júlíus Kemp f.h. Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Margrét Örnólfsdóttir f.h. Félags leikskálda og handritshöfunda, Christof Wehmeier f.h. Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Ása Baldursdóttir frá Bíó Paradís, Þórarinn Þórarinsson kvikmyndagagnrýnandi, Víðir Sigurðsson kvikmyndatökumaður, Svana Jóhannsdóttir f.h. Félags íslenskra leikara.

Umsögn dómnefndar: 

„Í Dýrinu tekst leikstjóra, listrænu teymi og leikurum að skapa sérlega heillandi frásögn og andrúmsloft sem rambar á óljósum mörkum, raunsæis, hryllings og fantasíu. Myndmálið er sterkt og öll nálgun og efnistök einstaklega frumleg og áræðin. Frá fyrsta augnabliki er áhorfandinn fangaður og (dá-)leiddur gegnum dularfullt og spennandi ævintýri, en sagan er um leið nærgætin stúdía á mannlegt eðli, sorg og missi.“

Dómnefndin var einróma þegar að kom að valinu og þess ber að geta að um er að ræða íslenska kvikmynd sem hefur ferðast afar víða á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum ásamt því að vera ein aðsóknarmesta íslenska kvikmyndin vestanhafs, þar sem hún er sýnd á yfir 800 tjöldum í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 94. sinn 27. mars 2022, en tilnefningar til verðlaunanna verða kynntar 8. febrúar 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka