Stjörnuparið Kourtney Kardashian og Travis Barker trúlofaði sig um síðastliðna helgi. Parið hefur verið áberandi upp á síðkastið og leyft heimsbyggðinni allri að fylgjast með funheitu ástarævintýri sínu.
Kardashian staðfesti trúlofunina með því að deila rómantískum myndum á Instagram þar sem þau Barker voru umkringd rauðar rósir og hvít kerti í þéttingsföstum faðmlögum. Samkvæmt frétt frá PageSix átti trúlofunin sér stað á Miramar ströndinni sem stendur við Montecito í Kaliforníu.
„Að eilífu,“ sagði Kardashian við færsluna og merkti nýkrýndan unnusta sinn á myndirnar. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem hún hefur innsiglað ást sína með trúlofun en Barker á tvö hjónabönd að baki. Kardasian átti þó í langtíma ástarsambandi við barnsföður sinn, Scott Disick, í hartnær tíu ár en þau tóku ást sína aldrei á hærri stall.
Hringurinn sem Barker valdi handa Kardashian er hinn glæsilegasti demantshringur. Sporöskjulagaður stóri demantshringurinn minnir á margan hátt á hringinn sem Kanye West valdi handa Kim Kardashian, systur Kourtney, þegar hann bað um hönd hennar á sínum tíma. En myndir af hringnum birtust í sögu á Instagram reikningum þeirra systra þar sem fjölskyldan kom saman og fagnaði þessum tímamótum.