Leikkonan Leila George hefur sótt um skilnað frá leikaranum Sean Penn. Hjónin hafa aðeins verið gift í rúmlega eitt ár. George sótti um skilnaðinn á föstudaginn að því fram kemur á vef People. Penn er 61 árs en George er 32 árum yngri eða 29 ára gömul.
Penn og George gengu í hjónaband í júlí í fyrra í miðjum kórónuveirufaraldri. Brúðkaupið fór fram á heimili hjónanna. Með þeim voru börn Penn og bróðir, George, en sýslumaður pússaði þau saman í gegnum Zoom.
Þetta er ekki fyrsti skilnaður Penn. Hann var kvæntur söngkonunni Madonnu á níunda áratug síðustu aldar. Hann kvæntist svo barnsmóður sinni, leikkonunni Robin Wright, árið 1996 en þau skildu árið 2010. Leila Goerge hefur ekki verið gift áður.