Tók meira pláss en þótti fínt

„Ég held að ég hafi bara tekið töluvert meira pláss en þótti fínt,“ segir miðillinn Anna Birta Lionaraki um þá umfjöllun sem hún fékk í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum þegar hún var mikið gagnrýnd fyrir störf sín. Rauði varaliturinn og flaksandi hárið hafi mögulega verið of mikið fyrir fólk.

Anna Birta er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum í dag og segir frá reynslu sinni af miðilsstörfunum sem hún sinnir m.a. til viðskiptavina erlendis í gegnum netið.

Anna Birta fæddist á Íslandi en ólst upp í Grikklandi. Hún lærði leiklist í Aþenu. Hún heldur því fram að skyggnigáfuna hafi hún fengið í arf og hefur mikinn áhuga á að rannsaka hvað líkamlegir þættir tengist henni. Fram undan er miðilsfundur hjá henni í Hannesarholti hinn 23. október en síðast þegar það stóð til hófst mikið fjölmiðlafár þar sem hún var m.a. sökuð um loddaraskap. Í myndskeiðinu hér að ofan fer hún yfir það mál.

Viðtalið í heild sinni, sem er aðgengilegt fyrir áskrifendur Morgunblaðsins, er að finna hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka