„Ég held í alvörunni að fólk vilji ekki missa af þessu“

Tónlistarkonan Bríet heldur útgáfutónleika í Eldborg.
Tónlistarkonan Bríet heldur útgáfutónleika í Eldborg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Bríet heldur útgáfutónleika sína í Eldborg í Hörpu á föstudaginn klukkan átta og klukkan hálfellefu. Öllu verður til tjaldað og mun Bríet leiða tónleikagesti í gegnum plötu sína, Kveðja, Bríet og vel valin lög. Um er að ræða stærsta verkefni Bríetar til þessa. 

„Ég held í alvörunni að fólk vilji ekki missa af þessu,“ segir Bríet sem er spennt fyrir tónleikunum. Nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi í vikunni. Grímuskylda afnumin á flestum stöðum og miðast fjöldatakmarkanir við tvöþúsund manns. 

„Þetta líkist frekar leikhúsi og er kannski líkara leikriti en tónleikum. Ég má ekki segja of mikið því þetta á að koma á óvart og vera upplifun. Fólk má til dæmis ekki taka upp á símann sinn á þessari sýningu. Það á að vera 100% á staðnum að njóta,“ sagði Bríet í viðtali við Sunnudagsmoggann um helgina og útskýrði að ekki væri um hefðbundna tónleika að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson