Það eru miklar breytingar í lífi fjöllistamannsins Kanye West um þessar mundir. Nýverið fékk hann samþykkt nafnabreytingu og gengur hann undir nafninu Ye. Þar að auki skartar hann nýrri klippingu sem virðist þó vekja nokkra undrun á samfélagsmiðlum.
Ye birti mynd af klippingunni á Instagram og lét merki japanska jensins, ¥, fylgja með. Nokkrir telja sig sjá merkið á höfðinu en það er þó ekki mjög greinilegt.
„Kanye leyfði krökkunum sínum að klippa sig aftur,“ skrifaði einn á Instagram og annar sagði elstu dóttur hans, North, hafa komist í skærin.
Aðrir veltu fyrir sér hvort að fagmaður hafi raunverulega klippt hann svona. „Gaur ertu að rífast við hárgreiðslumanninn þinn?“ skrifaði einn. „Hvaða hárgreiðslumann þarf að lögsækja?“ skrifaði annar.
Aðrir hafa svo leitað að dulinni merkingu eða skilaboðum í klippingu Ye, en ekki komist langt í leit sinni.