Vildi ekki verða öldungur ársins

Aldur er afstæður segir Elísabet II Bretlandsdrottning.
Aldur er afstæður segir Elísabet II Bretlandsdrottning. AFP

Elísabet II Bretlandsdrottning afþakkaði nýverið heiðursverðlaunum breska tímaritsins Oldie sem öldungur ársins. Drottningin sendi tímaritinu bréf þar sem hún hafnaði verðlaununum á þeim forsendum að hún væri ekki í hóp þeirra sem hægt væri að tilnefna. 

Sagði drottningin að aldur væri afstæður, maður væri bara jafn gamall og manni líður. Elísabet er 95 ára að aldri. Tímaritið Oldie var stofnað árið 1992 með eldri lesendur í huga. 

Bréf drottningarinnar var birt í nóvember útgáfu tímaritsins. Bréfið skrifaði Tom Laing-Baker, einkaritari hennar. „Hennar hátign telur að maður sé aðeins jafn gamall og manni líður, þar af leiðandi telur drottningin sig ekki geta verið tilnefnda til verðlaunanna og getur ekki tekið við þeim. Hún vonar að þið munið finna verðugan handhafa,“ skrifaði Laing-Baker. 

Verðlaunin voru afhent í gær og hlaut hin franska-ameríska leikkona og dansari Leslie Caron verðlaunin. Hún er níræð, fimm árum yngri en drottningin. Fyrrverandi fótboltamaðurinn, hinn 79 ára gamli Sir Geoff Hurst, hlaut gullskó tímaritsins. Kokkurinn og sjónvarpskonan Delia Smith hlaut svo verðlaun fyrir að vera algjörlega frábær. Hún er áttræð. 

Filippus hertogi af Edinborg heitinn, eiginmaður drottningarinnar, hlaut verðlaunin á 90 ára afmæli sínu árið 2011. Í bréfi þar sem hann þakkaði fyrir verðlaunin þakkaði hann kærlega fyrir að vera minntur rækilega á það hversu hratt tíminn liði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir