Erfitt að vera ofurgáfuð

Kate Beckinsale er gáfuð.
Kate Beckinsale er gáfuð. AFP

Leikkonan Kate Beckinsale segir gáfur sínar ekki nýtast í kvikmyndabransanum. Stjarnan fékk afar háa einkunn í greindarvísindaprófi þegar hún var barn en segir í viðtali við Howard Stern að hún hafi orðið heimskari með árunum. 

Móðir leikkonunnar lét prófa hana á sínum tíma. „Ég held að hún hafi látið prófa mig af því að mjög gáfuð börn eru næstum því óþolandi,“ sagði Beckinsale sem stundaði nám í rússneskum bókmenntum við Oxford-háskóla áður en hún sló í gegn. Hún hringdi í móður sína í þættinum og sagði móðir hennar að Beckinsale hefði fengið 152 í einkunn á prófinu. Það þykir mjög gott að fá yfir 130. 

„Allir læknar, allar manneskjur sem ég hef hitt hafa sagt að ég væri hamingjusamari ef ég væri 30 prósent heimskari,“ sagði Beckinsale og reyndi að draga úr gáfnafari sínu. „Þetta kemur sér ekkert vel. Þetta hjálpar ekki ferli mínum. Ég held að þetta hafi gert mér erfitt fyrir.“

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Beckinsale. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Loka