Hagfræðinemar fræddust um fjölmiðla

Hagfræðinemar úr Háskóla Íslands fræddust um starfsemi Árvakurs.
Hagfræðinemar úr Háskóla Íslands fræddust um starfsemi Árvakurs. mbl/Freyr Hákonarson

Hópur hagfræðinema við Háskóla Íslands fræddist um starfsemi fjölmiðla Árvakurs í vísindaferð í Hádegismóa á föstudag. Vinnubrögð fjölmiðla og framtíð þeirra var meðal þess, sem rætt var í heimsókninni, og spunnust líflegar umræður. Auk þess var farin skoðunarferð um prentsmiðjuna.

Karl Blöndal aðstoðarritstjóri tók á móti nemendunum og svaraði spurningum þeirra.  Á myndinni eru frá vinstri Karl, Hörður Sindri Guðmundsson, Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, Guðrún Eydís Arnarsdóttir, Birta Karen Tryggvadóttir, Elín Halla Kjartansdóttir, formaður Ökonómíu, félags hagfræðinema við Háskóla Íslands, Bergdís Bjarnadóttir, Solveig Nordal, Ívar Breki Benjamínsson, Tómas Dan Halldórsson, Hinrik Snær Steinarsson og Fannar Freyr Bergmann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar